5.1. Samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Kröfur

Tekið skal mið af félagslegum þáttum sjálfbærnihugtaksins eins og þessi atriði eru sett fram í landsáætlun í skógrækt (Land & líf) og þeim kröfum fullnægt allt til loka verkefnisins. Þessi atriði skulu koma fram í ræktunaráætlun.

Skoðað er áhættumat verkefnisins og líklegur samfélagávinningur við staðfestingu þess. Ef fylgst er með samfélagslegum áhrifum af verkefninu verður það athugað í hverri sannprófun.

Gögn vegna staðfestingar

  • Yfirlit yfir samfélagslega ábyrgð verkefnisins
  • Nánari útfærsla á hönnun og skipulagi skógarins

Frekari gögn vegna sannprófunar á síðari stigum

  • Gögn sem sýna fram á að verkefnið hafi jákvæð áhrif á samfélagið

Leiðbeiningar

  • Bent er á ákvæði í landsáætlun í skógrækt er varða samfélagsmál og sjálfbærni, sérstaklega umfjöllun um loftslagsbreytingar, landslag, útivist og menningarminjar